Valmynd

Frá Asíu til Asíu

Samfara auknu vægi ríkja Asíu í alheimsþjóðarbúskapnum hefur verslun á milli landa Asíu aukist hröðum skrefum. Þetta hefur m.a. haft í för með sér að sjálfbærni álfunnar, ef svo má að orði komast, hefur aukist og t.a.m. hefur efnahagsþróunin í Bandaríkjunum ekki sömu áhrif og áður á efnahag landa í Asíu, þó að ekki sé dregið úr mikilvægi bandarísks efnahagslífs í ljósi yfirburðastöðu þess á heimsvísu. Eins og nærri má geta falla mörg vötn til Kína þegar um ræðir markað fyrir hrávörur og umtalsverður hluti hrávöruútflutnings landa eins og Tælands, Víetnam og Indónesíu fer til Kína, ekki síður en frá löndum eins og Ástralíu og Brasilíu.

Upprunaleg grein á vef Time.com

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.