Valmynd

Mun alþjóðlega hagvaxtarlestin hægja eitthvað á sér á næsta ári?

Ef svo fer fram sem horfir mun alþjóðlegur hagvöxtur vera í góðu meðallagi á þessu ári, þó að vöxturinn sé mismikill eftir efnahagssvæðum eins og gengur. Það eru í sjálfu sér ekki stórtíðindi að hagvöxtur taki hressilega við sér strax eftir niðursveiflu en hagvöxtur var lítillega neikvæður á árinu 2009. Margir spámenn gera ráð fyrir því um þessar mundir að aðeins geti dregið úr hagvexti á næsta ári. Ástæða þess er m.a. að áhrif örvunaraðgerðanna, svo má að orði komast, sem stjórnvöld í mörgum löndum hafa gripið til munu smátt og smátt minnka. Og eins og undanfarin ár þá varðar ekki einungis efnahagsþróunin í USA miklu heldur ekki síður þróunin í Kína, en landið hefur verið í hálfgerðu eimreiðarhlutverki undanfarin ár.

Upprunaleg grein á vef ViewsWire

 

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.