Valmynd

Þríhjólið

Alþjóðlegur hagvöxtur var með miklum ágætum á árinu 2010. Þetta kann að koma þeim á óvart sem hafa tekið púlsinn á ástandi alþjóðlegra efnahagsmála með því að fylgjast með fjölmiðlum og dægurumræðu. Með nokkurri einföldun má segja að um ræði þrjú efnahagsleg hjól. Stýrishjólið hafa verið hagkerfi eins og Kína, Brasilía og Indland þar sem hagvöxtur hefur verið mikill en með meðfylgjandi vaxtarverkjum eins og verðbólgu og áhyggjum af hækkandi eignaverði. Hagvöxtur í Evrópu hefur ekki verið mikið til að hrópa húrra fyrir en þýska hagkerfið hefur þrammað áfram af krafti og af minni spámönnum má nefna sænskt efnahagslíf. En hópurinn með vandræðaríkjunum er ekki síður stór og nægir að nefna Írland, Grikkland og Portúgal. Í Bandaríkjunum hafa menn heldur betur lagst á árarnar til að hleypa lífi í efnahagslífið. Það hefur að sumu leyti tekist en þrótturinn í efnahagslífinu hefur ekki nægt til minnka atvinnuleysi. Um framangreint er fjallað í grein í The Economist.

Upprunaleg grein á vef The Economist

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.