Valmynd

Fólk ársins

Að hætti margra annarra blaða velur bandaríska viðskiptatímaritið Fortune í lok hvers árs fólk ársins í bandarísku viðskiptalífi. Að þessu sinni fara gullverðlaunin til forstjóra margmiðlunarfyrirtækisins Netflix og á hæla honum kemur Alan Mulally forstjóri Ford Motors brunandi. Vart verður sagt að það komi á óvart að „Epla-Stebbi“ komist einnig á pall enda ipod, iphone og ipad hlutir sem margir kannast orðið við. Þeir sem hafa verið hluthafar í Apple undanfarin ár geta einnig glaðst yfir jólaeplunum enn eitt árið. Mark Zuckerberg sem fyrir sex árum dundaði sér við að móta andlit Fésbókarinnar er í fjórða sæti og Ellen Kullman forstjóri DuPont er í fimmta sæti.

Upprunaleg grein á vef CNN Money

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.