Valmynd

10 ára afmæli Jeff Immelt hjá Almenna Rafmagnsfélaginu

Þegar núverandi forstjóri General Electric tók við stjórnartaumunum úr hendi Jack „Neutron“ Welch fyrir tæpum tíu árum voru hveitibrauðsdagarnir stuttir. Nokkrum dögum eftir að Immelt settist í forstjórastólinn var gerð árás á tvíburaturnana í New York. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort að alþjóðlegt hagkerfi gæti stefnt inn í efnahagslægð sem óneitanlega hefði áhrif á jafnstórt og alþjóðlegt fyrirtæki og GE. Það hafa skipst á skin og skúrir á tíu ára ferli Immelt við stýrið og hluthafar hafa ekki riðið feitum hesti síðasta áratuginn. Fyrirtækið er engu að síður í fremstu röð á mörgum sviðum en það er ekki eitt um hitunina og glímir við marga öfluga keppinauta.

Upprunaleg grein á vef Fortune

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.