Valmynd

Svarta gullið

Mjög hátt olíuverð hefur ekki farið mildum höndum um alþjóðlegt hagkerfi á undanförnum áratugum. Olíusölubann OPEC árið 1973, olíukrísan árið 1979 í tengslum við byltingu í Íran og innrás Íraka í Kuveit árið 1990, hafði neikvæð áhrif á efnahagsstarfsemi víða um heim. Til sanns vegar má færa að þróuð hagkerfi eru ekki eins viðkvæm og áður fyrir miklum hækkunum á olíuverði en magn olíu á hverja einingu framleiðslu hefur minnkað verulega. En að sama skapi eru komin til leiks lönd sem eru að auka olíunotkun sína hröðum skrefum og nægir að nefna Kína í því sambandi. Margir hafa talið einsýnt að verð á olíu hækki á næstu árum og áratugum. Í því sambandi er vert að hafa í huga að eftir því sem verð á olíu hækkar (hlutfallslega) í samanburði við aðra orkugjafa þá eykst hvatinn til að nýta þá hina sömu orkugjafa. Og e.t.v. ekki seinna vænna. Heimsmeistarinn í uppfinningum, Tomas A. Edison, sagði „Ég myndi veðja á sólina og sólarorkuna. Þvílík auðlind. Ég vona að við þurfum ekki að bíða eftir að olía kol klárist áður en við ráðumst í það verkefni“. Þessi ummæli lét hann falla árið.........1931.

Upprunaleg grein á vef The Economist

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.