Valmynd

Hvað er að frétta af Benetton bræðrum?

Benetton er eitt af hinum fjölmörgu ítölsku fyrirtækjum sem enn eru að meirihluta í eigu stofnenda eða fjölskyldna þeirra og stýrt af fjölskyldumeðlimum. Í gegnum tíðina hafa ekki verið miklar breytingar á eignarhaldi þessara fyrirtækja en þó seldi Bulgari fjölskyldan nýlega meirihluta sinn í samnefndu fyrirtæki til franska munaðarvörurisans LVMH. Velta Benetton hefur um langt árabil nánast staðið í stað og fyrirtækið er ekki lengur á flestra vörum. Hennez & Mauritz og Zara eru meðal keðja sem hafa skotist upp á þann stjörnuhiminn ef svo má að orði komast. Mun Benetton takast að „komast í tísku“ aftur?

Upprunaleg grein á vef Business Week

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.