Valmynd

Spáðu í mig, þá mun ég spá...

Það verður yfirleitt ekki þverfótað fyrir spám á fjármálamörkuðum. Það er aftur á móti umdeilanlegt hversu skynsamlegt og/eða árangursríkt er að miða fjárfestingar eingöngu við spár. Kínverski spekingurinn Lao Tzu sagði...“Þeir sem hafa þekkingu spá ekki. Þeir sem hafa ekki þekkingu spá“. Menn geta þó huggað sig við að hann lét þessi orð falla fyrir meira en þúsund árum áður en fyrsti vísir að fjármálamörkuðum varð til. Þróun á fjármálamörkuðum getur oft komið mönnum í opna skjöldu, jafnvel þeim sem sjóaðir þykja. Fyrir margt um löngu var svohljóðandi auglýsing í dagblaði í Lundúnum; „Félag Sjáenda í London mun ekki hittast næstkomandi þriðjudag vegna ófyrirséðra atvika“.

Upprunaleg grein á vef The Wall Street Journal

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.