Valmynd

Er von á flugeldasýningu í Kína?

Kínverska hagkerfið er næststærsta hagkerfi í heimi á eftir því bandaríska. Ef fer fram sem horfir munu þeir ná toppsætinu eftir nokkur ár. Þá hefur Kína endurheimt fyrrum forystu en 1820 var kínverska hagkerfið það stærsta í heimi, eða um 1/3 af heimsframleiðslunni. Að undanförnu hafa verið skiptar skoðanir um hvort að eignabóla sé á fasteignamarkaði í Kína. Gríðarlega mikið hefur verið byggt á undanförnum árum í landinu og hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu farið hratt vaxandi. Þessu hefur séð stað í gríðarlega mikilli spurn eftir hrávörum af ýmsum toga þar sem landið er í mörgum tilfellum langstærsti notandi í heimi. Fáir andmæla þeirri skoðun að einkaneysla þurfi að aukast í Kína á kostnað fjárfestingar og útflutnings, og er í því sambandi t.d. horft til þjónustugeirans sem er veikburða í Kína. Sem dæmi má nefna að neysla er um 1/3 af VLF (verg landsframleiðsla) en til samanburðar er hlutfallið 70% í Bandaríkjunum, þó að sumum þyki nóg um.

Upprunaleg grein á vef Time.com

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.