Valmynd

Nýr kafli hjá Amazon?

Það kann að vera erfitt að ímynda sér að velta Amazon.com hafi numið um 60 milljónum íslenskra króna fyrir fimmtán árum, en í ár stefnir veltan í hátt í 5.000 milljarða íslenskra króna. Í bréfi sem hluthöfum var sent árið 1998 sagði....."En þetta er Dagur 1 fyrir Internetið."
Þarna virðist mönnum hafa ratast satt orð á munn. Og fyrirtækið ætlar að láta til sín taka á spjaldtölvumarkaðinum en í næsta mánuði byrjar sala á Kindle Fire. Ekki er heldur látið staðar numið við að selja bækur heldur er fyrirtækið farið að feta sig út á bókaútgáfubrautina. Hvað myndi Peter Drucker, sem kallaður hefur verið faðir stjórnunar, segja?

Upprunaleg grein á vef Business Week

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.