Valmynd

Liggja vegir orðið til allra átta?

Hin alþjóðlega efnahagsmynd hefur breyst mikið á undanförnum árum. Nú er svo komið að hagkerfi hinna svokölluðu nýmarkaða (e. emerging markets) standa þróuðum hagkerfum fyllilega á sporði þegar kemur að stærð. Eins og nærri má geta hafa viðskipti milli nýmarkaðshagkerfa vaxið mikið en það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir hve aukningin hefur verið hröð né hve umfangið er orðið mikið. Fram á allra síðustu ár hefur eftirspurn í vestrænum hagkerfum verið prímusmótor viðskipta margra nýmarkaðshagkerfa en þar er að verða breyting á. Kína, ekki Bandaríkin, er nú mikilvægasta viðskiptaland Indverja og landið er sömuleiðis stærsti útflutningsmarkaður Brassanna. Viðskipti milli Indlands og landa Afríku voru einungis 1 milljarður dollara árið 2001 en voru 50 milljarðar dollara í fyrra. Í árhundruðir tengdi „Silkivegurinn“ stóran hluta Asíu og hluta Afríku við sunnanverða Evrópu. Nú virðast silkivegir liggja til allra átta.

Upprunaleg grein á vef Time.com

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.