Valmynd

Haltrandi Walkman?

Það hefur verið á brattann að sækja fyrir japanskra stórfyrirtækið Sony á undanförnum árum. Fyrirtækið var stofnað fyrir 65 árum og var latneska heitinu SONUS (hljóð) slegið saman við SONNY, og úr varð nafn/vörumerki sem var ætlað að vera auðvelt í framburði. Í gegnum tíðina hefur SONY verið á margra vörum og fyrirtækið verið í fararbroddi í þróun og hönnun ýmissa raftækja fyrir neytendavörumarkað. Sá þáttur vegur þyngst í veltu fyrirtækisins en það hefur einnig töluverð umsvif á tónlistar-og kvikmyndamarkaði. 1979 setti fyrirtækið á markað fyrstu kynslóð Walkman, sem jafnan var kallaður „vasadiskó“, en tækið varð gríðarlega vinsælt og var bylting í anda seinni tíma iPod. Í dag spyrja menn sig af hverju það hafi verið Apple en ekki Sony sem kom með tæki í anda iPod á markað. Sterkir samkeppnisaðilar hafa skotið Sony skelk í bringu og meðal þeirra fyrirtækja sem hafa gert sig breið eru Samsung, Apple og LG. Fyrir nokkrum árum var veilsverjinn Howard Stringer ráðinn sem forstjóri hjá Sony og þóttu það tíðindi að útlendingur væri ráðinn til að stýra svo stóru japönsku fyrirtæki. Vindurinn hefur heldur verið í fangið á Howard og félögum að undanförnu...

Upprunaleg grein á vef Business Week

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.