Valmynd

Mótstraumur mótstraumsfjárfestis

Bill Miller gerði garðinn frægan sem sjóðsstjóri Legg Mason Value Trust hlutabréfasjóðsins. Hæst reis stjarna hans fyrir nokkrum árum þegar sjóðurinn hafði skilað hærri ávöxtun en S&P 500 hlutabréfavísitalan 15 ár í röð. Þ.e. á tímabilinu frá 1991 til 2005 var ávöxtunin hærri hvert einasta ár, sem stappar nærri að vera ótrúlegt í ljósi þess að í gegnum tíðina hafa árangursríkustu sjóðsstjórarnir nánast undantekningarlaust átt slæm ár. Bill sagði reyndar sjálfur á sínum tíma þegar hann setti 15 ára metið að það væri einungis almanaksárinu að þakka. Ef menn veldu eitthvað annað 12 mánaða tímabil en janúar til janúar væri útkoman önnur. Bill var í hópi svokallaðra mótstraumsfjárfesta og batt bagga sína ekki sömu böndum og margir aðrir. Hann var tilbúinn að kaupa hlutabréf þegar fáir höfðu áhuga á þeim og bíða þolinmóður eftir að birti til. Þegar uppnámið varð á fjármálamörkuðum árið 2008 fór að syrta í álinn hjá Bill. Og fyrir nokkrum dögum tilkynnti hann að tími væri komin til að leggja skóna á hilluna.

Upprunaleg grein á vef Time.com

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.