Valmynd

Hvað er til?

Undanfarin misseri hafa kínversk fyrirtæki fjárfest af nokkru kappi víða um heiminn. Einna mest hefur borið á fjárfestingum í starfsemi sem tengist hrávörum og vinnslu þeirra, t.d. í löndum í Afríku og S-Ameríku. Mjög lítið hefur verið fjárfest í Evrópu en aukningin er þó mikil á milli ára. Meðal fjárfestinga sem fóru hvað hæst voru kaup kínverskra fyrirtækja á sænsku bílaframleiðendunum Volvo og Saab, þó að tíminn muni einn leiða í ljós hversu skynsamleg kaupin muni reynast. Evrópsk fyrirtæki eins og lúxusvöruframleiðendurnir LVMH (Louis Vuitton, Donna Karan, TAG Heuer, Dior..) og Richemont (Cartier, Montblanc, Chloé..) og bílaframleiðendur eins og Daimler og BMW hafa notið góðs af auknum kaupmætti kínverskra neytenda. Hvað er með þessa kaupgleði?

Upprunaleg grein á vef Time.com

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.