Valmynd

Íslandssjóðir aðilar að Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF)

Stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hefur samþykkt aðild Íslandssjóða hf., dótturfélags Íslandsbanka, að samtökunum.

Íslandssjóðir hf. er sérhæft félag á sviði eignastýringar og annast rekstur og stýringu verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða.

Meginverkefni SFF eru að tryggja samkeppnishæf starfsskilyrði fyrir fjármálafyrirtæki á Íslandi og vera upplýsingaveita um íslenska fjármálageirann. SFF tekur þátt í alþjóðlegri samvinnu á fjármálamarkaði gegnum aðild sína að Evrópsku bankasamtökunum og Evrópsku tryggingasamtökunum, auk þess að eiga góða samvinnu við systursamtök sín í Evrópu.

Með aðild Íslandssjóða að SFF verður fyrirtækið einnig beinn aðili að Samtökum atvinnulífsins (SA).
Íslandssjóðirer sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki og starfar á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði nr. 128/2011.