Valmynd

Hinir nýju „Vinir LEGO“

Síðustu ár hafa verið farsæl hjá danska fyrirtækinu LEGO en um miðjan síðasta áratug var fyrirtækið komið í rekstrarlegar ógöngur. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Fyrirtækið er þriðji stærsti framleiðandi af leikföngum í heiminum og skv. einni rannsókn er LEGO dáðasta vörumerki í Evrópu og fimmta dáðasta vörumerki í heimi. Þó að margt gott megi segja um LEGO og hugmyndafræði fyrirtækisins hefur í gegnum tíðina verið nokkur slagsíða í vöruframboði fyrirtækisins. Margar vörur höfða fyrst og fremst til stráka. LEGO-kallarnir eru fyrst og fremst...kallar. Þessa dagana er LEGO að hefja sölu á „LEGO Friends“ en um ræðir LEGO“kalla“ sem eru stúlkur. Þetta eru vinkonurnar Olivia, Mia, Andrea, Stephanie og Emma.

Upprunaleg grein á vef Business Week

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.