Valmynd

Uppáhaldið í Omaha...hlutabréf

Það eru ekki ný tíðindi að Warren Buffett hinn ágæti fjárfestir í Omaha, Nebraska, fari ekki troðnar slóðir þegar um ræðir skoðanir á fjármálamörkuðum og ekki síður fjárfestingar. Stundum hefur hann gripið til aðgerða þegar margir aðrir hafa talið sig grípa í tómt og iðulega farið á móti straumnum. Kunn eru þau ummæli hans sem hann þreytist ekki á að endurtaka, að hann og kammeratar hans hjá Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélaginu sem hann veitir forstöðu, reyni að einfaldlega að vera hræddir þegar aðrir eru gráðugir og að vera gráðugir þegar aðrir eru hræddir. Í meðfylgjandi grein ræðir hann það sem hann kallar þrjá meginflokka fjárfestingarmöguleika; í fyrsta lagi fjárfestingar sem eru bundnar við gjaldmiðla, t.d. skuldabréf, innlán, víxla, í öðru lagi fjárfestingar sem gefa í sjálfu sér ekkert af sér, t.d. gull, og í þriðja lagi fjárfestingar í eignum sem e.t.v má kalla „frjósamar eignir“, t.d. ræktað land eða fyrirtæki/hlutabréf...uppáhaldið í Omaha um þessar mundir.

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.