Valmynd

Toyoda búinn að koma Toyota aftur á beinu brautina

Það hefur gengið á ýmsu í rekstri Toyota á undanförnum misserum. Á árunum 2009-2010 innkallaði fyrirtækið mikinn fjölda bifreiða til frekari skoðunar og þegar síðasta ár var gert upp höfðu bæði General Motors og Volkswagen skotist upp fyrir Toyota á listanum yfir stærstu bílaframleiðendur í heimi. Náttúruhamfararnir í Japan í fyrra settu svo strik í reikning fyrirtækisins en röskun varð á aðfangskeðju fyrirtæksins vegna atburðanna. En undir kappsamri stjórn Akio Toyoda, hvers afi var Sakichi Toyoda stofnandi fyrirtækisins (það eru nokkrar ástæður fyrir því að nafnið Toyota varð ofan á) virðist bílaframleiðandinn vera að að ná vopnum sínum aftur.

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.