Valmynd

Pepsiáskorunin

Bandarísku fyrirtækin PepsiCo og Coca Cola má líklega kalla erkifjendur. Velta PepsiCo er töluvert meiri en Coca Cola en auk drykkjavara er PepsiCo umfangsmikið í framleiðslu og sölu á matvælum, t.d. snakki og morgunkorni. Bandaríski markaðurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði fyrirtækin og þar hefur verið á brattann að sækja á því sem má kalla „kólamarkaðinum“. Coca Cola hefur þó tekist betur upp í varnarbaráttunni, einkum á síðustu árum. Hin indverska Indra K. Nooyi tók við fyrirliðabandinu hjá PepsiCo árið 2006 en áður hafði hún verið leiðandi aðili í mótun og útfærslu stefnu fyrirtækisins og leitt sókn þess á alþjóðamörkuðum. Fyrirtækið leggur nú áherslu á að auka hollustu vara sinna og eru vonir bundnar við að það geti gefið fyrirtækinu byr undir báða vængi. Í dag, 26. mars, er einmitt verið að hleypa nýjum kóladrykk af stokkunum „Pepsi Next“ sem inniheldur 60% minni sykur en venjulegt Pepsi.

Upprunaleg grein á vef The Economist

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.