Valmynd

Japanskir „heitir pottar“

Japönsk fyrirtæki eru umfangsmikil á heimsvísu í framleiðslu á túrbínum fyrir jarðvarmavirkjanir, en Toshiba, Fuji Electric og Mitsubishi ráða fyrir meira en helmingi af markaðinum. Túrbínur frá Mitsubishi eru t.d. í virkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. Í kjölfar slyssins í kjarnorkuverkinu í Fukushima hefur kjarnaklúfum í landinu tímabundið verið lokað. Ekki þarf að koma á óvart að menn leiti eftir orku sem er framleidd með öðrum aðferðum. Til dæmis eru forsendur fyrir hendi í Japan til orkuframleiðslu með jarðvarma. Andstaða er þó við slíkt. Ein meginaástæða þess er að menn eru hræddir um að það geti ógnað „heitu pottunum“.

Upprunaleg grein á vef The Economist

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.