Valmynd

Hvernig gengur hjá Super Mario?

Gárungarnir tala stundum um Super Mario bræðurna. Er þá átt við þá ítölsku kumpána,  Mario Dragi bankastjóra Evrópska Seðlabankans og Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu. Það hefur verið í nógu að stússast hjá þeim síðan þeir tóku við embættum sínum fyrir nokkrum mánuðum, en Mario Monti var skipt inn á fyrir Milan-manninn Silvio Berlusconi.

Í meðfylgjandi grein er rætt um ástand mála á Ítalíu en hagvöxtur í landinu hefur verið lítill um langt skeið og skuldahlutfall ríkisins er hátt.  Þó að hið efnahagslega kastljós hafi á undanförnum beinst iðulega að öðrum löndum er ítalska hagkerfið risastórt þó að heldur hafi Ítalir færst aftar á merina á undanförnum áratugum þegar um ræðir þjóðarframleiðslu á mann.

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.