Valmynd

Lántöku-Lawrence

Lawrence Summers, prófessor við Háskólann í Harvard, var fjármálaráðherra um nokkurra ára skeið í seinna ráðuneyti Bill Clintons. Hann var einnig um hríð í efnahagsráðgjafaliði Baraks Obama. Það hefur ekki farið framhjá Summers frekar en mörgum öðrum að vextir víða um heim eru orðnir svo lágir að undrun vekur. Mörg stærstu ríki í heimi geta selt löng ríkisskuldabréf, t.d. til 20-30 ára, á 1,5-2,5% ávöxtunarkröfu. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa sumra ríkja er í kringum núll prósent eða jafnvel mínus. Að mati Summers eiga ríkissjóðir að nýta sér núverandi aðstæður á vaxtamörkuðum og fjármagna sig til langs tíma.

Upprunaleg grein á vef Financial Times