Valmynd

Spænskir „timbur"menn

Það eru líklega fá lönd þar sem hamrar voru hafnir jafnduglega á loft og á Spáni. Umsvif byggingargeirans voru gríðarlega mikil þegar móðurinn var sem mestur og náði hlutdeild geirans í þjóðarframleiðslunni rúmum 20%.Sem dæmi má nefna, að fyrir nokkrum árum þegar byggt var nánast í akkorði, þá var meira byggt af húsnæði á Spáni  heldur en í Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu samanlagt. Að lokum þurftu menn að horfast í augu við gríðarlegt offramboð sem mun taka mörg ár að vinna á að mati höfunda meðfylgjandi greinar.

Upprunaleg grein