Valmynd

Davíð eða Golíat?

Sjóðsstjórinn David Herro fer ekki alltaf troðnar brautir í fjárfestingum. Þegar bandaríska fyrirtækið Morningstar, hvers starfsemi er meðal annars mat á verðbréfasjóðum, valdi David sem sjóðssjóra síðasta áratugar í flokknum „Erlend hlutabréf" var honum lýst sem manni sem syndir á móti straumnum og virðisfjárfesti (value investor) fram í fingurgóma. Þessa dagana er David á ferðalagi um Evrópu, í óeiginlegum skilningi, en sjóðurinn sem hann stýrir, Oakmark International Fund, hefur fjárfest í hlutabréfum evrópskra banka. Og þar eru spænskir og ítalskir bankar ekki undanskildir.

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.