Valmynd

Vaxtaverkir?

Það er ekki víst að margir hefðu trúað því fyrir nokkrum árum ef því hefði verið haldið fram að mörg ríki ættu eftir að feta japönsku „vaxtabrautina". Að vextir myndu verða það lágir að hugtakið „vextir" stæði tæplega undir nafni. En Japanir hafa fengið félagsskap. Ávöxtunarkrafa á tíu ára (óverðtryggðum) ríkisskuldabréfum er víða undir 2%. Þegar um ræðir stutt skuldabréf fer ávöxtunarkrafan að nálgast núll og dæmi eru um neikvæða kröfu, eins og í Sviss, Þýskalandi og Danmörku. Í meðfylgjandi grein bregður Kenneth Rogoff, prófessor í hagfræði við Harvard, ljósi á þessa þróun og spyr hversu lengi vextir geti verið jafnlágir lágir og raun ber vitni.

http://www.project-syndicate.org/print/how-long-for-low-rates-by-kenneth-rogoff

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.