Valmynd

Gömlu kempurnar á sitthvorum kantinum?

Bandarísku fyrirtækin IBM og HP hafa um árabil verið meðal stærstu fyrirtækja í heimi. Þau skera sig að ýmsu leyti úr, því það er fátítt að fyrirtæki í tæknigeiranum verði jafnlanglíf og raun ber vitni í tilviki IBM og HP. Ferill IBM spannar heila öld og Hewlett-Packard var stofnað fyrir tæpum 75 árum (Ef hlutkesti hefði farið á annan veg hefði nafn fyrirtækisins verið Packard-Hewlett). Það hefur heldur gefið á bátinn hjá HP undanfarin misseri á meðan IBM hefur siglt lygnari sjó. Núverandi forstjóri HP, Meg Whitmann fyrrverandi liðsmaður eBay, er sjötti forstjóri fyrirtækisins á nokkrum árum.

Upprunaleg grein á vef CNN

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.