Valmynd

Misjafnt hitastig

Það er ekki komið að tómum kofanum hjá Robert J. Shiller, prófessor við Yale háskólann, þegar um ræðir húsnæðisverð.

Þegar bækurnar „Are you missing the real estate boom?“ og „Why the real estate boom will not bust“ streymdu af færibandinu í Bandaríkjunum á árunum 2005 og 2006 og seldust eins og heitar lummur, leist Shiller alls ekki á blikuna.

Hann gerði heyrinkunna þá skoðun sína að um væri að ræða eignaverðsbólgu sem styttist í að myndi springa. Á þeim tíma sáði hann í frekar grýttan jarðveg.

Í meðfylgjandi grein ræðir hann húsnæðismarkaðinn og kallar hina miklu hækkun og svo lækkun í kjölfarið „tvískiptan félagsfaraldur“.

Upprunaleg grein á vef The New York Times

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.