Valmynd

Fjárhagslegt aðhald í veröld The Economist

Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um hversu skynsamlegt sé að beita miklu fjárhagslegu aðhaldi (fiscal austerity) hjá þeim ríkjum í Evrópu sem glíma við hvað mestan ríkissjóðshalla. Með nokkurri einföldun má segja að tvö meginsjónarmið séu uppi. Annars vegar að ríki sem eru mjög skuldsett hafi ekki annan kost en beita aðhaldi. Ef ekki sé viðleitni í þessa átt muni skuldabréfamarkaðir gera uppreisn og vaxtakjör versna og skuldabyrði verða á endanum óbærileg. Hins vegar að ef harkalega er gengið fram í þessum efnum þegar árar illa í efnahagslíf viðkomandi ríki geti það magnað niðursveifluna, rýrt tekjustofna og leitt til vítahrings minnkandi vaxtar. Í nýjasta tölublaði. The Economist er lagt til að menn feti hinn gullna meðalveg.

Upprunaleg grein á The Economist

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.