Valmynd

Evran í björtu ljósi

Martin Felstein prófessor í hagfræði við Harvard Háskóla hefur verið duglegur við að viðra skoðanir sínar á efnahagsmálum í Evrópu, þar með talið evrunni. Hann hefur nú ekki blásið í neina lúðra til stuðnings evrunni en í meðfylgjandi grein ræðir hann sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir að evran standist raunina. Forsendur þess eru m.a. að viss árangur náist í efnahagsstjórn á Ítalíu og Spáni þó að engum blöðum verði um að fletta að ástandið í löndunum verði áfram erfitt.
Og jafnframt að það myndi koma í góðar þarfir að evran lækki í verði gagnvart öðrum myntum með meðfylgjandi bata samkeppnisstöðu landa innan evrusvæðisins.

Upprunaleg grein á vef Project Syndicate

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.