Valmynd

Jeff Bezos

Bandaríska viðskiptatímatímaritið Fortune hefur valið Jeff Bezos, forstjóra og stofnanda Amazon, viðskiptamann ársins 2012.

Fyrir sextán árum var velta fyrirtækisins 60 milljónir íslenskra króna, sem er varla helmingur af aflaverðmæti íslensks frystitogara í einum góðum túr, en í ár stefnir í að veltan verði í kringum 7.500 milljarða króna. Jeff hefur heldur betur fetað í fótspor bardagaþjóðarinnar Amazons í grískri goðafræði, sem Amazon fljótið í S-Ameríku dregur nafn sitt af. Jeff nefndi fyrirtækið eftir fljótinu en hann vildi hafa nafnið framandi og öðruvísi og hann vonaði að þegar fram liðu stundir yrði fyrirtækið eins og fljótið................risastórt.

Upprunaleg grein má nálgast á vef CNNMoney

Íslandssjóðir Inngangur skrifaður af sérfræðingum Íslandssjóða hf.