Valmynd

Frá þurrkuðum fiski og núðlum á toppinn í farsímum

Á síðasta ári fór Samsung fram úr Nokia sem stærsti seljandi farsíma. Viðskiptasvið Samsung-samsteypunnar skipta tugum og dag hvern koma um þrjátíu þúsund starfsmenn, flestir verk-og tæknifræðingar, hönnuðir og markaðsmenn til vinnu í „Samsungbænum“, Samsung Digital City. Líklega ekki það sem Byung-Chull Lee sá fyrir sér þegar hann stofnaði fyrirtækið árið 1938 til að höndla með þurrkaðan fisk og núðlur.

Upprunaleg grein á vef CNN Money