Það hefur gengið vel í efnahagslífinu í Indónesíu og á Filippseyjum á undanförnum árum. Bæði löndin eru fjölmenn. Íbúar Indónesíu eru 250 milljónir og íbúar Filippseyja rúmar 100 milljónir. Þó að hagvöxtur hafi verið mikill síðastliðinn áratug þá er þjóðarframleiðsla á mann ekki há. Hinn mikli íbúafjöldi í Indónesíu þýðir þó að hagkerfið er komið í hóp þeirra stóru.
05.02.2013