Valmynd

Ævintýri „Dellionairea“ á enda?

Slík var ávöxtun hluthafa í tæknifyrirtækinu Dell fyrsta rúma áratuginn eftir að fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað að menn höfðu í flimtingum að þeir væru ekki einungis milljónamæringar heldur mætti einnig kalla þá „Dellionairea“. Síðustu árin hafa fjárfestar hafa ekki riðið jafnfeitum hestum og leiðin legið niður á við. Og nú er hugsanlega komið að tímamótum, en stofnandi fyrirtækisins og stærsti hluthafi, Michael Dell, hefur hug á að kaupa hlut almennra hluthafa og taka félagið af hlutabréfamarkaði.

Upprunaleg grein á vef the Economist