Warren Buffett sá ekki ástæðu til að hoppa hæð sína í loft upp í sínum fjárfestingarherklæðum yfir afkomu fyrirtækisins sem hann stýrir, Berkshire Hathaway. Hagnaður fyrirtækisins fyrir árið 2012 var um 3.000 milljarðar króna sem Warren sagði að væri undir meðallagi.
Þeim kollegum hjá Berkshire hefði ekki tekist að fanga neina „fíla“, þ.e. kaupa stór fyrirtæki, á síðasta ári sem væri miður.
Þeir tóku þó gleði sína að nýju fyrir nokkrum vikum þegar Berkshire keypti Heinz fyrirtækið. Og að vanda er Buffett bjartsýnn.