Gazprom er risi í rússnesku efnahagslífi en umsvif fyrirtækisins eru hátt í 10% af þjóðarframleiðslu í landinu. Fyrirtækið er langstærsta fyrirtæki í heimi í framleiðslu á gasi sem kemur ekki á óvart í ljósi þess að Rússland hefur yfir að ráða gríðarlegum auðlindum af náttúrlegu gasi. Rússneska ríkið er meirihlutaeigandi í fyrirtækinu og litið er á Gazprom sem „national champion“, þ.e. fyrirtæki sem ekki á eingöngu að hagnast heldur einnig að vinna að þjóðarhagsmunum Rússlands. Og áhugamenn um knattspyrnu ættu að vera farnir að kannast við nafnið en Gazprom er nýlega orðið stuðningsaðili Meistaradeildar Evrópu. En það eru blikur á lofti í rekstri fyrirtækisins.
27.03.2013