Valmynd

Íslandssjóðir hf. - Árshlutauppgjör 2013

Stjórn Íslandssjóða hf., sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2013.

Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu 6 mánuði ársins 2013

  • Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur árshlutareikning Íslandssjóða og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
  • Hagnaður rekstrarfélagsins eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2013 er 146 m.kr. samanborið við 127 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.
  • Rekstrargjöld námu 479 m.kr. samanborið við 409 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður og hækkuðu um 17,7%.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 662 m.kr. samanborið við 568 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður, jukust um 16,5%.
  • Eigið fé 30. júní 2013 nam 1.878 m.kr. en var 1.925 m.kr. í ársbyrjun.
  • Heildareignir félagsins 30. júní 2013 námu 2.643 m.kr. en voru 3.006 m.kr. í árslok 2012.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 143,4% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.
  • Í lok júní 2013 voru 19 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 113.755 milljónum króna samanborið við 114.145 m.kr. í lok árs 2012. Þar af eru 15 verðbréfasjóðir með hreina eign að upphæð 99.017 milljónir króna og 4 fjárfestingarsjóðir með hreina eign að upphæð 14.738 milljónir króna. Einn sjóður sem skráður er í Lúxemborg er í stýringu félagsins.
  • Stjórn samþykkti að sameina Lengri skuldabréfasjóðinn, sem yfirtekinn var frá rekstrarfélagi Byrs, við Ríkisskuldabréf - Sjóð 5. Gert er ráð fyrir að sameiningu sjóðanna verði lokið í septembermánuði.
  • Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af Deloitte hf. en við könnun kom ekkert fram sem bendir til annars en að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrstu 6 mánuðum ársins 2013.
  • Á fyrri hluta ársins störfuðu 17 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdastjóri félagsins er Haraldur Örn Ólafsson.

Lykiltölur í m.kr.

Lykiltölur í m.kr. 6 mán. 2013 6. mán 2012
Hreinar rekstrartekjur 662 568
Rekstrargjöld 479 409
Hagnaður fyrir skatta 183 159
Hagnaður eftir skatta 146

127

Eigið fé 31.12 1.878 1.794

 

Afkoma verðbréfasjóða Íslandssjóða fyrstu sex mánuði ársins

  • Hagnaður verðbréfasjóða Íslandssjóða færður á hlutdeildarskírteini á fyrstu 6 mánuðum ársins nam 2.945 m.kr. samanborið við 2.136 m.kr. hagnað fyrstu sex mánuði ársins 2012.
  • Hrein eign verðbréfasjóða Íslandssjóða nam 99.017 m.kr. samanborið við 104.057 m.kr. í árslok 2012.

Lykiltölur í m.kr.

Lykiltölur í m.kr. Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 Úrvalsvísitala - Sjóður 6 Löng ríkissk.br. - Sjóður 7 Heimssafn - Sjóður 12
Hagnaður (tap) tímabilsins 776
49 576 38
Hrein eign í lok tímabils 33.679 512 38.950 749
Lykiltölur í m.kr. Ríkissafn Veltusafn Eignasafn Eignasafn – Ríki og sjóðir
Hagnaður (tap) tímabilsins 477 121 36 19
Hrein eign í lok tímabils 15.699 3.774 746 813
Lykiltölur í m.kr. Lengri skuldabréfa-sjóðurinn
Alþjóða virðissjóðurinn
Alþjóða vaxtarsjóðurinn
Hagnaður (tap) tímabilsins 30 8 (2)
Hrein eign í lok tímabils 1.543 123 79
Lykiltölur í m.kr. Sjóður 1A Sjóður 1B Sjóður 11A Sjóður 11B Samtals verðbréfasjóðir
Hagnaður (tap) tímabilsins 249 386 64 118 2.945
Hrein eign í lok tímabils 776 1.202 130 242 99.017

 

Afkoma fjárfestingarsjóða Íslandssjóða fyrstu sex mánuði ársins

  • Hagnaður fjárfestingarsjóða Íslandssjóða færður á hlutdeildarskírteini fyrstu sex mánuðina nam 1.206 m.kr. samanborið við 586 m.kr. hagnað fyrstu 6 mánuðina 2012.
  • Hrein eign fjárfestingarsjóða Íslandssjóða nam 14.738 m.kr. samanborið við 10.088 m.kr. í árslok 2012.

Lykiltölur í m.kr.

Lykiltölur í m.kr. Fókus - Vextir IS Hlutabréfa-sjóðurinn Skuldabréfasafn Fyrirtækja-sjóðurinn Samtals fjárfestingarsj.
Hagnaður (tap) tímabilsins 95 1.033 81
(3) 1.206
Hrein eign í lok tímabils 3.472 7.235 4.021 10 14.738

 

Ársreikningur félagsins mun liggja frammi hjá Íslandssjóðum hf. Kirkjusandi 2, 4. hæð og á www.islandssjodir.is frá og með 3. september 2013.

Nánari upplýsingar um ársreikning Íslandssjóða hf. veitir Haraldur Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins, í síma 440 4593.