- Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 18,90% á árinu 2013 en vísitalan hækkaði um 16,5% árið á undan.
- Heildarvísitalan (OMXIPI) hækkaði um 27,90% á árinu og Heildarvísitala heildarafkomu (OMXIGI) þar sem arðgreiðslur eru reiknaðar inn í skilaði 29,05%.
- Icelandair Group hækkaði mest á árinu (+121,41%) en Vodafone lækkaði mest (-16,28%).
- Heildarvelta á árinu 2013 var 251 ma. kr. en velta var 89 ma.kr. árið 2012. Dagleg velta með hlutabréf voru tæpar 985 m. kr. á árinu samanborið við 340 m.kr. daglega veltu á árinu 2012.
- Mesta veltan með Icelandair Group eða 73,8 ma. kr. að markaðsvirði. Þar á eftir var velta með bréf Eimskips upp á 40,3 ma. kr. og Marel með 28,8 ma. kr.
- Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina á árinu, VÍS, TM og N1. VÍS fór á markað í lok apríl og hækkaði um 35,72% til áramóta frá útboðsgengi og TM hækkaði um 59,45% frá útboðsgengi en félagið fór á markað í byrjun maí. N1 fór á markað 19. desember og hækkaði um 23,53% frá almennu útboðsgengi til áramóta.
- Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöllinni var 486 ma. kr. í árslok sem samsvarar um 29% af vergri landsframleiðslu.
- Úrvalsvísitalan hækkaði nokkuð minna en helstu vísitölur á erlendum hlutaréfamörkuðum árið 2013. Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei hækkaði um 56,7% og í Bandaríkjunum hækkaði S&P500 vísitalan um 31,3%. Þá hækkaði þýska vístialan DAX um 25,5% á árinu 2013.