Stjórn Íslandssjóða hf., sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2016.
Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu sex mánuði ársins 2016
- Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur árshlutareikning Íslandssjóða og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
- Hagnaður rekstrarfélagsins eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2016 er 46 m.kr. samanborið við 138 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.
- Rekstrargjöld námu 509 m.kr. samanborið við 556 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður og lækkuðu um 8,4%.
- Hreinar rekstrartekjur námu 567 m.kr. samanborið við 728 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður, lækkuðu um 22,1%.
- Eigið fé 30. júní 2016 nam 2.043 m.kr. en var 2.395 m.kr. í ársbyrjun.
- Heildareignir félagsins 30. júní 2016 námu 2.635 m.kr. en voru 2.994 m.kr. í árslok 2015.
- Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 58,9% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.
- Í lok júní 2016 voru 25 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 97.060 milljónum króna samanborið við 126.628 m.kr. í lok árs 2015. Þar af eru 12 verðbréfasjóðir með hreina eign að upphæð 53.648 milljónir króna og 13 fjárfestingarsjóðir með hreina eign að upphæð 43.412 milljónir króna.
- Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af Ernst & Young ehf. en við könnun kom ekkert fram sem bendir til annars en að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrstu 6 mánuðum ársins 2016.
- Á fyrri hluta ársins störfuðu að meðaltali 12,7 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdastjóri félagsins er Haraldur Örn Ólafsson.
Lykiltölur í m.kr.
6 mán. 2016 | 6 mán. 2015 | |
Hreinar rekstrartekjur | 567 | 728 |
Rekstrargjöld | 509 | 556 |
Hagnaður fyrir skatta | 58 | 172 |
Hagnaður eftir skatta | 46 | 138 |
Eigið fé | 2.043 | 2.001 |
Afkoma verðbréfasjóða Íslandssjóða fyrstu sex mánuði ársins
- Hagnaður verðbréfasjóða Íslandssjóða færður á hlutdeildarskírteini á fyrstu 6 mánuðum ársins nam 160 m.kr. samanborið við 3.562 m.kr. hagnað fyrstu sex mánuði ársins 2015.
- Hrein eign verðbréfasjóða Íslandssjóða nam 53.648 m.kr. samanborið við 83.528 m.kr. í árslok 2015.
Lykiltölur í m.kr.
IS Veltusafn | Ríkissafn | IS Meðallöng ríkisskuldabréf - Sjóður 5 |
IS Löng ríkissk.br. - Sjóður 7 |
|
Hagnaður (tap) tímabilsins |
79 | 102 | 194 | (88) |
Hrein eign í lok tímabilsins |
2.856 | 4.591 | 22.128 | 20.834 |
IS Úrvalsvísitölu- sjóðurinn |
IS Heimssafn | IS Eignasafn | IS Eignasafn - Ríki og sjóðir |
|
Hagnaður (tap) tímabilsins |
(30) | (80) | 6 | 5 |
Hrein eign í lok tímabilsins |
640 | 868 | 1.034 | 539 |
Sjóður 1A | Sjóður 1B | Sjóður 11A | Sjóður 11B | Samtals verðbréfasjóðir |
|
Hagnaður (tap) tímabilsins |
(9) | (14) | (2) | (3) | 160 |
Hrein eign í lok tímabilsins |
59 | 92 | 3 | 5 | 53.648 |
Afkoma fjárfestingarsjóða Íslandssjóða fyrstu sex mánuði ársins
- Hagnaður fjárfestingarsjóða Íslandssjóða færður á hlutdeildarskírteini fyrstu sex mánuðina nam 310 m.kr. samanborið við 1.934 m.kr. hagnað fyrstu 6 mánuðina 2015.
- Hrein eign fjárfestingarsjóða Íslandssjóða nam 43.412 m.kr. samanborið við 43.100 m.kr. í árslok 2015.
Lykiltölur í m.kr.
IS Lausafjársafn | Skuldabréfasafn Íslandssjóða |
IS Óverðtryggður sjóður |
IS Sértryggður sjóður |
IS Sértryggður VTR sjóður |
|
Hagnaður (tap) tímabilsins |
432 | 54 | 30 | 15 | 18 |
Hrein eign í lok tímabilsins |
15.214 | 2.341 | 2.727 | 1.831 | 2.025 |
Fókus - vextir | IS Hlutabréfa- sjóðurinn |
Einkasafn A | Einkasafn B | Einkasafn C | |
Hagnaður (tap) tímabilsins |
37 | (317) | 3 | 7 | 21 |
Hrein eign í lok tímabilsins |
4.018 | 10.207 | 272 | 876 | 2.666 |
Einkasafn D | Einkasafn E | Fyrirtækja- sjóðurinn |
Samtals fjáfestingarsjóðir |
|
Hagnaður (tap) tímabilsins |
5 | 3 | 1 | 310 |
Hrein eign í lok tímabilsins |
897 | 334 | 4 | 43.412 |
Árshlutareikningur félagsins er aðgengilegur á heimasíðu félagsins: www.islandssjodir.is
Nánari upplýsingar um árshlutareikning Íslandssjóða hf. veitir Haraldur Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins í síma 440-4593