Valmynd

Ársuppgjör Íslandssjóða 2017

Hagnaður verðbréfa- og fjárfestingasjóða, sem rennur til viðskiptavina félagsins í formi ávöxtunar, nam 6,7 milljörðum á árinu 2017. Til samanburðar nam hagnaður sjóðanna 3,5 milljörðum árið áður. Ávöxtun sjóða félagsins var almennt góð á árinu og skiluðu allir tíu skuldabréfasjóðir félagsins jákvæðri raunávöxtun. Einn stærsti sjóður félagsins, IS Ríkisskuldabréf löng, skilaði bestu ávöxtun allra innlendra sjóða á árinu og fleiri sjóðir Íslandssjóða voru í efstu sætum í sínum flokki samkvæmt flokkun Keldunnar.

Íslandssjóðir hf. högnuðust um 183 milljónir árið 2017 og námu hreinar rekstrartekjur 1.354 milljónum. Árið einkenndist af vexti og uppbyggingu í starfsemi félagsins en tveir nýir sjóðir voru stofnaðir á árinu. Nú starfa hjá félaginu 20 sérfræðingar í eignastýringu, níu konur og 11 karlar. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 251,2 milljarðar í árslok.

 

 

Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2017

  • Hagnaður verðbréfa- og fjárfestingasjóða í stýringu Íslandssjóða var 6.684 m.kr. samanborið við 3.540 m.kr. árið 2016. Alls eru sjóðirnir 27 talsins og nam hrein eign þeirra 123,9 milljörðum króna í árslok.

  • Hagnaður Íslandssjóða hf. nam 183 m.kr. eftir skatta samanborið við 97 m.kr. árið 2016.

  • Hreinar rekstrartekjur námu 1.361 m.kr. samanborið við 1.171 m.kr. árið áður.

  • Rekstrargjöld námu 1.125 m.kr. samanborið við 1.049 m.kr. árið áður.

  • Eigið fé í árslok 2017 nam 2.180 m.kr. en var 2.094 m.kr. í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 62% í árslok 2017 en má lægst vera 8% samkvæmt sömu lögum.

Lykiltölur í milljónum króna

 

2017

2016

Breyting milli ára %

Hagnaður sjóða í stýringu

6.684

3.540

89%

Hreinar rekstrartekjur

1.361

1.171

16%

Rekstrargjöld

1.125

1.049

7%

Hagnaður fyrir skatta

229

121

89%

Hagnaður eftir skatta

183

97

89%

Eigið fé í árslok

2.180

2.094

4%

     

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:

„Rekstur Íslandssjóða gekk vel á árinu, ávöxtun sjóða var afar góð sem skilar sér beint til þeirra 10 þúsund viðskiptavina sem ávaxta sparnað sinn í sjóðum félagsins. Árið einkenndist af vexti í umsvifum félagsins og er ánægjulegt að sjá hagnað af starfseminni aukast samhliða slíkum vexti. Öflugt eignastýringarteymi gekk til liðs við Íslandssjóði um mitt árið, tveir nýir sjóðir voru stofnaðir og fleiri eru í undirbúningi. Það eru því spennandi tímar framundan hjá Íslandssjóðum."

 

Nánari upplýsingar um ársreikning Íslandssjóða hf. veitir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdarstjóri, í síma 844 2950.