Miðvikudaginn 26. júní var framkvæmd útgreiðsla úr Sjóðum 1A, 1B, 11A, 11B og Fyrirtækjasjóðnum sem eru í slitaferli hjá Íslandssjóðum. Um er að ræða lokaútgreiðslu úr sjóðunum og er slitameðferð þeirra nú formlega lokið. Endurheimtarhlutföll m.v. eignastöðu sjóðanna 3. október 2008, við upphaf slitameðferðar, má sjá í eftirfarandi töflu.
Heildarendurheimtarhlutföll |
|
Sjóður 1A |
69,1% |
Sjóður 1B |
66,0% |
Sjóður 1B* |
67,6% |
Sjóður 11A |
89,7% |
Sjóður 11B |
82,6% |
Sjóður 11B* |
85,7% |
Fyrirtækjasjóðurinn |
66,0% |
* Þeir sem komu inn 1.9.2009 |
|
Um er að ræða þrettándu útgreiðsluna í sjóðum 1A og 11A og fimmtándu útgreiðsluna í sjóðum 1B og 11B fyrir þá sem völdu þá leið í janúar 2009. Þeir sem völdu leið 1B og 11B í september 2009 eru að fá fjórtándu útgreiðsluna. Sjóðsfélagar í Fyrirtækjasjóði Byr eru að fá sína elleftu útgreiðslu.
Útgreiðslan verður lögð inn á bankareikninga sjóðfélaga.
Vegna útgreiðslunnar bjóðum við sjóðfélögum í ofangreindum sjóðum að ávaxta sparifé sitt í sjóðum Íslandssjóða með 50% afslætti af upphafskostnaði. Tilboð þetta gildir til og með 31. júlí nk. hjá ráðgjöfum Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka, í síma 440-4900.
Við hvetjum sjóðfélaga til að hafa samband við ráðgjafa Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka, í síma 440-4900 eða á netfangið verdbref@islandsbanki.is til að fá frekari upplýsingar.