Valmynd

Afkoma Íslandssjóða 2020

Hagnaður verðbréfa- og fjárfestingasjóða Íslandssjóða nam 12,3 milljörðum króna á árinu 2020 og rennur til viðskiptavina Íslandssjóða í formi ávöxtunar.

Allir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir skiluðu jákvæðri ávöxtun á árinu. Sjóðurinn IS Einkasafn E skilaði bestu ávöxtun allra blandaðra sjóða á landinu og fleiri sjóðir Íslandssjóða voru í efstu sætum á landsvísu samkvæmt flokkun Keldunnar (keldan.is).

Íslandssjóðir högnuðust um 482 milljónir króna árið 2020 og námu hreinar rekstrartekjur 1.846 milljónum króna. Starfsfólk Íslandssjóða fylgir aðferðum ábyrgra fjárfestinga í allri eignastýringu. Þá stýra Íslandssjóðir eina græna skuldabréfasjóði landsins. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 349 milljarðar króna í árslok.


Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2020

  • Hagnaður verðbréfa- og fjárfestingasjóða, í formi ávöxtunar til viðskiptavina, var 12.275 m.kr. samanborið við 10.421 m.kr. árið áður. Sjóðirnir eru 22 talsins og nam hrein eign þeirra um 200 milljörðum króna í árslok.
  • Hagnaður Íslandssjóða hf. nam 482 m.kr. eftir skatta samanborið við 436 m.kr. árið 2019.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 1.846 m.kr. samanborið við 1.713 m.kr. árið áður.
  • Rekstrargjöld námu 1.244 m.kr. samanborið við 1.168 m.kr. árið áður.
  • Eigið fé í árslok 2020 nam 1.979 m.kr. en var 2.433 m.kr. í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 50,9% í árslok 2020 en má lægst vera 8%.

Lykiltölur í milljónum króna:

 

2020

2019

Breyting milli ára %

Hagnaður viðskiptavina í sjóðum

12.275

10.421

18%

Hreinar rekstrartekjur Íslandssjóða hf.

1.846

1.713

8%

Rekstrargjöld

1.244

1.168

7%

Hagnaður fyrir skatta

602

545

10,5%

Hagnaður eftir skatta

482

436

10,6%

Eigið fé í árslok

1.979

2.433

-19%

Eignir í stýringu

349.000

309.100

13%

 

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:

„Það er sérstaklega ánægjulegt að ávöxtun viðskiptavina okkar hafi verið svo góð á þessu sérstaka ári.  Stýring sjóða og eignasafna viðskiptavina okkar gekk með afburðum vel og allir helstu eignaflokkar skiluðu sparifjáreigendum góðri ávöxtun á árinu. Þá hefur ekki síður verið gaman að sjá sparnað stóraukast hjá landsmönnum í þessu ástandi. Sjóðir Íslandssjóða sem eru opnir öllum sparifjáreigendum hafa stækkað hratt undanfarið og eru nú komnir yfir 200 milljarða að stærð, stærst allra sjóðastýringarfélaga hér á landi. Vaxtastig er lágt en skuldabréf og sérstaklega hlutabréf hafa skilað mjög góðri ávöxtun sem hvetur fólk til að spara og fjárfesta.

Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins og er dótturfélag Íslandsbanka. Hjá Íslandssjóðum starfar 21 sérfræðingur í eignastýringu, tíu konur og ellefu karlar. Ársreikningur félagsins er aðgengilegur hér.

Nánari upplýsingar um ársreikninginn veitir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri, í síma 844 2950.