Valmynd

Árshlutauppgjör Íslandssjóða 2023

Hagnaður af rekstri Íslandssjóða var 225 milljónir króna á fyrri hluta ársins 2023 samanborið við 280 milljónir króna á sama tíma árið áður. Rekstur félagsins einkenndist nokkuð af krefjandi aðstæðum á innlendum mörkuðum á tímabilinu, vaxtahækkunum og þrálátri verðbólgu. Þóknanatekjur drógust saman en heildartekjur jukust lítillega á milli ára og námu alls 1.040 milljónum króna.

Hjá félaginu starfa 22 sérfræðingar sem nýta aðferðir ábyrgra fjárfestinga í allri eignastýringu. Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 385 milljarðar króna í lok júní. Íslandssjóðir stýra 22 sjóðum fyrir almenna fjárfesta og nam hrein eign sjóðanna 204 milljörðum króna í lok tímabilsins. Íslandssjóðir eru stærsti aðilinn á sjóðamarkaði fyrir almenna fjárfesta með um 30% markaðshlutdeild.
 
Afkoma Íslandssjóða fyrstu sex mánuði ársins 2023

Hagnaður félagsins eftir skatta var 225 m.kr. samanborið við 280 m.kr. á sama tímabili 2022.
Þóknanatekjur námu 1.039 m.kr. samanborið við 1.120 m.kr. á sama tímabili í fyrra.
Rekstrargjöld námu 759 m.kr. samanborið við 680 m.kr. á sama tímabili í fyrra og hækkuðu um 11,6%.
Stöðugildum fjölgaði um 10% og nam launakostnaður nam 367 m.kr. króna á tímabilinu.
Eigið fé 30. júní 2023 var 1.703 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 41,2% en má lægst vera 8%.
Í lok júní voru 22 sjóðir fyrir almenna fjárfesta í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 204 milljörðum króna samanborið við 207 milljarða króna í árslok 2022.
 
Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:

„Fyrri hluti ársins einkenndist af krefjandi aðstæðum á innlendum fjármálamarkaði með hækkandi stýrivöxtum og töluverðri verðbólgu. Undirliggjandi rekstur skráðra fyrirtækja hér á landi er þó almennt sterkur og verðlagning þeirra þykir hófleg. Það eru klárlega tækifæri framundan í sjóðastýringu, bæði þegar kemur að hlutabréfum og skuldabréfum sem bjóðast nú á góðum kjörum. Við hvetjum sparifjáreigendur sem fyrr til að dreifa eignum sínum vel og leita sér ráðgjafar um áhættudreifingu í sínum sparnaði.“

Íslandssjóðir er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka.

Árshlutareikning félagsins er að finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, í síma 844 2950.