Sjálfbærniskýrsla Íslandssjóða
Fjármögnuð losun
Eftirfarandi skýrsla inniheldur upplýsingar um áætlaða fjármagnaða losun sjóða fyrir almenna fjárfesta í rekstri Íslandssjóða árin 2020 – 2023. Aðferðafræði frá Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF) var nýtt við útreikninga. Niðurstöður verkefnisins sýna losun og losunarkræfni fyrir hlutabréfasjóði, skuldabréfasjóði og blandaða sjóði félagsins. Miðað var við að ná að reikna fjármagnaða losun fyrir 75% af virði safns. Ef það náðist ekki var losun þess safns ekki hluti af niðurstöðunum.
UFS uppgjör
Sjálfbærniskýrslan fyrir árin 2020-2023 var unnin í samræmi við UFS (umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir) leiðbeiningar Nasdaq og Greenhouse Gas Protocol sem og Global Reporting Initiative (GRI) með aðstoð Klappir Grænar Lausnir. Íslandssjóðir hafa valið að styðja sérstaklega við þrjú heimssmarkmið Sameinuðu þjóðanna, en þau eru Aðgerðir í loftslagsmálum, Nýsköpun og uppbyggingu og Jafnrétti kynjanna.
Áhrifaskýrsla - IS Græn skuldabréf
Áhrifaskýrsla IS Grænna skuldabréfa sýnir þau áhrif sem sjóðurinn hefur haft á árinu 2022. Frá stofnun árið 2018 og til loka árs 2022 hefur sjóðurinn haft áhrif á uppsafnaða forðun um 19.789 tonna af kolefnisútblæstri. Sjóðurinn fjárfestir í sjálfbærum skuldabréfum Íslandsbanka, Lánasjóðs sveitarfélaga, Regins, Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur, Arion banka, Brim, Háskólans í Reykjavík og Félagsbústaða, sveitarfélagsins Árborg, Grósku, ásamt því að fjárfesta í ríkisskuldabréfum.
Sjálfbærniáhætta
Íslandssjóðir hafa sett sér stefnu um hvernig sjálfbærniáhætta er felld inn í fjárfestingarákvörðunartökuferli. Með sjálfbærniáhættu er átt við atburð eða ástand á sviði umhverfismála, félagsmála eða stjórnarhátta sem gæti, ef hann gerist, haft raunveruleg eða hugsanleg veruleg neikvæð áhrif á virði fjárfestingarinnar.
Stefna um sjálfbærniáhættu í fjárfestingarákvörðunartökuferli

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandssjóðir hf. ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari. Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.