Kvörtun og úrskurðar- og réttarúrræði

Kvörtun

Komi upp ágreiningur milli viðskiptavinar og Íslandssjóða getur viðskiptavinur sent Íslandssjóðum kvörtun. Með kvartanir er farið samkvæmt verklagsreglum Íslandssjóða um meðferð kvartana. Kvörtun er hægt að bera fram með ýmsum hætti, s.s. með tölvupósti á islandssjodir@islandssjodir.is, bréfleiðis, með símtali eða á fundi.

>> Stefna um meðhöndlun kvartana (PDF)

 

Umboðsmaður viðskiptavina

Telji viðskiptavinur mál sitt ekki hafa fengið efnislega umfjöllun eða úrlausn í samræmi við gildandi lög eða reglur Íslandssjóða, getur hann leitað til Umboðsmanns viðskiptavina Íslandsbanka, móðurfélags Íslandssjóða.

 

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Viðskiptavinur getur skotið ágreiningi til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki:

Katrínartún 2
105 Reykjavík
S: 520-3888
Tölvupóstur: urskfjarm@fme.is

Opnunartími afgreiðslu er frá kl. 9:00 til 16:00 virka daga. Símatími nefndarinnar er á þriðjudögum kl. 10-11 og fimmtudögum kl. 14-15.

Fylla þarf út sérstakt málskotseyðublað og skila eða senda í pósti til skrifstofu Fjármálaeftirlitins til að óska eftir úrskurði nefndarinnar. Jafnframt má nálgast málsskotseyðublað á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins eða á skrifstofu þess. Nánari upplýsingar um nefndina, málskotsgjald, hverjir geta leitað til nefndarinnar o.fl. er að finna á vef Fjármálaeftirlitsins

 

Upplýsinga- og leiðbeiningaþjónusta Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið starfrækir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu fyrir viðskiptavini eftirlitsskyldra aðila. Sjá nánari upplýsingar um neytendaþjónustu á vef Fjármálaeftirlitsins.

 

Neytendastofa

Neytendastofa er stjórnvald á sviði neytendamála sem annast framkvæmd á ýmsum lögum á sviði neytendaverndar. Á vef Neytendastofu er m.a. unnt að nálgast upplýsingar um það í hvaða tilvikum og með hvaða hætti neytendur geta leitað til stofnunarinnar, telji þeir að réttur sé á þeim brotinn.

 

Dómstólar

Aðilar geta leitað réttar síns fyrir almennum dómstólum hafi ágreiningsefnið ekki verið undanþegið lögsögu þeirra með lögum eða samningi.