Tilkynning um meint misferli
Íslandssjóðir líta tilkynningar um meint misferli mjög alvarlegum augum. Við hvetjum þig til að láta vita ef þú hefur vitneskju eða grun um hugsanlegt misferli sem tengist starfsemi félagsins á einhvern hátt. Þannig aðstoðar þú við að upplýsa um brot sem valdið geta viðskiptavinum, almenningi, félaginu og atvinnulífi miklu tjóni. Tilkynning um misferli þarf að byggja á rökstuddum grun, sem þarf þó ekki að vera hafinn yfir allan vafa.
Lögð er áhersla á að gæta fyllsta trúnaðar gagnvart þeim sem koma með ábendingar. Innri endurskoðandi Íslandssjóða leiðir innanhússrannsóknir ef grunur vaknar um misferli innan félagsins.
Tilkynningakerfið er rekið af ytri þjónustuaðila (WhistleB, Whistleblowing Centre) til að tryggja nafnleynd og verndun þess sem tilkynnir um misferli. Samskiptaþráðurinn er dulkóðaður og varinn með lykilorðum. Upplýsingar í kerfinu eru eingöngu aðgengilegar misferlisteymi Innri endurskoðunar Íslandssjóða.
Þeir sem treysta sér ekki til að nota kerfið geta haft samband við innri endurskoðanda símleiðis eða með bréfpósti. Jafnframt er hægt að hafa samband við Fjármálaeftirlitið.
Hægt er að nálgast kerfið á slóðinni: https://report.whistleb.com/is/islandssjodir.