Góðir sjóðir - ábyrg ávöxtun í allra þágu
- Meginmarkmið Íslandssjóða er að tryggja viðskiptavinum góða langtímaávöxtun.
- Við vitum að umhverfismál (U), félagslegir þættir (F) og stjórnarhættir (S) hafa áhrif á velgengni fyrirtækja og þar með einnig áhættu og ávöxtun af fjárfestingum.
- Þess vegna tökum við tillit til UFS þátta í öllum okkar ákvörðunum um fjárfestingar og höfum um leið jákvæð áhrif á umhverfi okkar og samfélag.
Starfsfólk Íslandssjóða notar aðferðir ábyrgra fjárfestinga í allri eignastýringu. Íslandssjóðir hf. undirritaði samstarfssamning við PRI (Principles for Responsible Investing) í desember 2017 og er einn af stofnaðilum IcelandSIF (Iceland Sustainable Investment Forum).
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Bent skal á að ávöxtunartölur vísa til fortíðar og að árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimldir og notkun afleiðna.
Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.
Gengisþróun og ávöxtunTekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt viðkomandi sjóðs.