Valmynd

Ríkisskuldabréfasjóður Íslandssjóða með hæstu ávöxtun 2017

Ríkisskuldabréfasjóður Íslandssjóða, IS Ríkisskuldabréf löng, náði hæstri ávöxtun allra innlendra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða á árinu 2017, eins og fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins í gær. Einnig áttu Íslandssjóðir þá tvo meðallöngu skuldabréfasjóði sem skiluðu bestu ávöxtun síðasta árs og þá tvo sértryggðu sjóði sem náðu hæstri ávöxtun, samkvæmt upplýsingaveitunni Keldan.

IS Ríkisskuldabréf löng er sjóður sem fjárfestir í skuldabréfum útgefnum af eða með ábyrgð ríkissjóðs. Stærsti hluti eigna sjóðsins eru íbúðabréf og ríkisbréf.

Hér má finna nánari upplýsingar um sjóðina
og frétt Viðskiptablaðsins.