Fréttir

Breytingar hjá Íslandssjóðum

Kjartan Smári Höskuldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Kjartan Smári hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði, en undanfarin níu ár hefur hann starfað sem forstöðumaður hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, þar sem hann hefur leitt fagfjárfestasvið, lífeyrissvið og fjármögnun sérhæfðra fjárfestinga.
Nánar

Ertu framúrskarandi framkvæmdastjóri?

Íslandssjóðir óska eftir umsóknum í starf framkvæmdastjóra. Íslandssjóðir hf. er leiðandi félag á sviði sjóðastýringar og annast rekstur og stýringu verðbréfasjóða, fjarfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða.
Nánar

Framkvæmdastjóri Íslandssjóða hf. óskar eftir að láta af störfum

Haraldur Örn Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu eftir fjögurra ára árangursríkt starf. Haraldur Örn er hæstaréttarlögmaður og hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra í júní 2012
Nánar

Greiðsla til sjóðsfélaga í Sjóði 9

Í árslok 2008 var Sjóði 9 slitið og fjármunir sjóðsins greiddir út til sjóðsfélaga. Sjóðurinn lýsti kröfu á slitabú Glitnis banka hf. sem nýlega fékkst samþykkt og greidd. Hefur sjóðurinn greitt sjóðsfélögum þá fjármuni sem fengust vegna uppgjörs kröfunnar.
Nánar

Breytingar á nöfnum sjóða

Breytingar á nöfnum sjóða Gerðar hafa verið breytingar á nöfnum eftirfarandi sjóða Íslandssjóða. Breytingin er gerð til þess að auka samræmi milli nafna sjóða í rekstri félagsins.
Nánar

Íslandssjóðir stofna sértryggða sjóði

Íslandssjóðir hafa stofnað tvo nýja fjárfestingarsjóði sem fjárfesta að stærstum hluta í sértryggðum skuldabréfum. Annar sjóðurinn mun fjárfesta í blöndu af verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum en hinn sjóðurinn fjárfestir einungis í verðtryggðum skuldabréfum.
Nánar
Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.