Fréttir

Opið fyrir viðskipti með sjóði Íslandssjóða

Íslandssjóðir hf. hafa tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini í sjóðum í rekstri Íslandssjóða. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið hefur heimilað á ný viðskipti með fjármálagerninga sem lokað var fyrir viðskipti með í morgun.
Nánar

Stjórnarhættir Íslandssjóða til fyrirmyndar

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur ákveðið að Íslandssjóðir hf. fái endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum en Íslandssjóðir hf. fékk þessa viðurkenningu fyrst í árslok 2013.
Nánar

Öflugur liðsstyrkur fyrir Íslandssjóði

Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, hefur lokið ráðningum í þrjú störf. Íslandssjóðir hf. er sérhæft félag á sviði sjóðastýringar með um 115 milljarða króna í stýringu frá viðskiptavinum sem hafa fjárfest í verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum félagsins en auk þess stýrir félagið sérhæfðum fagfjárfestasjóðum.
Nánar

Akur fjárfestir í Fáfni Offshore

Akur fjárfestingar, framtakssjóður í rekstri Íslandssjóða, hefur keypt 30% hlut í Fáfni Offshore hf. Fjárfestingin nemur 1.260 milljónum króna.
Nánar
Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandssjóðir hf. ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.